Blog

Latest News and Updates

Er markviss bakteríudreifing í gangi?

Súrefni er manninum nauðsynlegt og góð loftræsting er því guðsblessun. En eins hagnýtt og loftræstikerfi getur verið á vinnustað, heima eða annars staðar í híbýlum fólks getur það hæglega breyst í andstæðu sína ef ekki er hugað að reglulegu eftirliti og þrifum á kerfinu.
Gott og vel hirt loftræstikerfi getur gert líf okkar betra á margan hátt en þar sem rangt er að farið getur kerfið verið gróðrarstía fyrir bakteríur, útbreiðslustöð sjúkdóma og valdur að ofnæmi eða öðrum kvillum.
Að mörgu er að hyggja varðandi viðhald og hreinsun loftræstikerfa og margt þarf að varast. Hætturnar eru oft ósýnilegar í okkar daglegu störfum en þegar betur er að gáð – ef við kíkjum í stokkana – þá getur komið í ljós hvers kyns er!

Hér hefur verið safnað saman fróðleik og greinum um loftræstikerfi, þrif þeirra og umhirðu, og þær hættur sem geta stafað af rangri eða ónógri umönnun eða eftirliti með slíkum kerfum. Við köllum síðuna með þessu greinasafni SJÚKLEGU SÍÐUNA því bágborið og vanrækt loftræstikerfi býður ýmsum hættum heim – ekki síst bakteríum sem geta valdið ýmsum kvillum og jafnvel alvarlegum sjúkdómum.
Kynntu þér málið.

Raki jafnhættulegur og óbeinar reykingar
Ung börn þjást jafnmikið af slæmu lofti innanhúss og af óbeinum reykingum. Er þetta niðurstaða rannsóknar sem gerð hefur verið í Noregi.

Meiri mengun inni en úti
Jan Wilhelm Bakke, sem er sérfræðingur í þeim vísindum sem lúta að innilofti, áætlar að kostnaður norsks samfélags af slæmu lofti í íbúðum sé um 40 milljarðar íslenskra króna árlega. Hann segir að æ fleiri þoli hvorki við á vinnustaðnum né heima hjá sér enda sé það staðreynd að mengun sé oft miklu meiri innanhúss en utan.

Heimild: Mbl., erlendar fréttir 17. október 2003.

drakkarEr markviss bakteríudreifing í gangi?
Share this post

Join the conversation