Blog

Latest News and Updates

Geislavirkt Svifryk

Svifrykið var geislavirkt. Mynd / GVA

Geislavirk efni mældust í svifryki á Höfuðborgarsvæðinu nýlega. Það voru mælitæki í loftsíum við eftirlitsstöðina við Veðurstofu Íslands sem mældu geislvirknina, þrjá daga í röð.

Geislvirka efnið sem um ræðir Cs-137 en það hefur áður fundist í jarðvegi á hálendinu.

Það má rekja til tilraunasprenginga kjarnorkuveldanna í andrúmslofti í kringum 1960 með þeim afleiðingum að geislavirk efni dreifðust til jarðar, sérstaklega á norðurhveli.

Um smávægilegt magn er að ræða en það er þó mælanlegt með hinum öfluga tækjabúnaði sem Geislavarnir Ríkisins starfrækja.

read more
drakkarGeislavirkt Svifryk

Mökkur af ló og ryki spýttist út úr loftræstikerfinu

Mikið af ló og ryki lagðist yfir sjúkrastofu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi um leið og hvellur heyrðist í rist á loftræstikerfi. Stóð strókurinn út úr ristinni sem er uppi undir lofti í stofunni.
Atvikið átti sér stað aðfaranótt þriðjudagsins, samkvæmt þeim upplýsingum sem DV hefur aflað sér. Um er að ræða sjúkrastofu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi þar sem liggur m.a. fólk með öndunarfærasjúkdóma. Allt í einu heyrðist hvellur og í sömu svipan þyrlaðist ló og ryk um alla stofuna svo að þykkur mökkur lagðist yfir allt, einkum þó svæðið nær dyrunum. Þótti sýnt að óhreinindin hefðu komið úr rist í loftræstikerfi byggingarinnar sem er í stofunni og er um það bil 1 metra frá lofti. Eftirlitsmenn voru kallaðir á staðinn í fyrramorgun og svo aftur í gær til að skoða vettvang. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvað hefur gerst en talið er að þessi “sprenging” tengist jafnvel þrýstingsbreytingum í umræddri sjúkrastofu. Eftir því sem DV kemst næst hefur þetta gerst a.m.k. einu sinni áður á sama stað. Þá voru fengnir tæknimenn til að leita orsakanna en svo virðist sem þeir hafi ekki ráðið bót á vandanum í þeirri atrennu. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér örlaði á hruni úr ristinni um síðustu helgi og varð fólk þá vart við ló á borðum og í vatnsglösum. Hvellurinn kom svo skömmu síðar eins og að ofan greinir Alda Gunnarsdóttir deildarstjóri á deild 6A, þar sem atburðurinn átti sér stað, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið meðan það væri í athugun en sagði að þetta hefði verið leiðinlegt atvik.

DV, fimmtudaginn 16 október 2003.

read more
drakkarMökkur af ló og ryki spýttist út úr loftræstikerfinu

Öll loftræstikerfi þarf að hreinsa reglulega

K2 Loftstokkahreinsun sérhæfir sig í hreinsun og sótthreinsun loftræstikerfa og hefur yfir áratuga reynslu af hreinsun loft­ræsti­kerfa á Íslandi, hvort sem er á landi eða sjó. Fagmennska og góð þjónusta eru einkunnarorð fyrirtækisins.

K2 Loftstokkahreinsun er fyrir­tæki sem sérhæfir sig í hreinsun loftræstikerfa hjá fyrirtækjum og í heimahúsum. Að sögn verkstjórans Magnúsar Ásmundssonar er einn helsti kostur fyrirtækisins að geta boðið upp á heildarlausn í hreinsun og viðhaldi loftræstikerfa. Viðskiptavinir geta fengið ráðgjöf og ástandsskoðun hjá fyrirtækinu sér að kostnaðarlausu, að sögn Magnúsar.

„Ef viðskiptavin grunar að loftræsting sé ekki að virka sem skyldi getur hann ­pantað ástandsskoðun hjá okkur. Okkar maður mætir á staðinn og fer yfir loftræstinguna með honum. Ef þörf er á hreinsun förum við yfir hvaða valmöguleikar eru í boði og gerum svo tilboð út frá óskum viðskiptavinarins, honum að kostnaðarlausu. Sumir vilja láta taka loftræstinguna í gegn, sem hefur kannski gleymst í mörg ár, en aðrir vilja koma hreinsun og viðhaldi loftræstikerfis í reglulega þjónustu. Þá setjum við upp þjónustusamning þar sem við komum reglulega og sjáum um að halda kerfinu hreinu og fylgjumst með að loftræstingin sé ávallt í lagi. Sem dæmi hafa margir veitinga­staðir gert þjónustusamninga við okkur þar sem við komum alltaf með ákveðnu millibili og pössum að ekki safnist of mikil fita í kerfin hjá þeim. Af og til vaknar grunur um myglu í loftræstikerfum og þá þarf að kanna það og bregðast hratt við ef sú er raunin.”

Loftræstikerfi eru víða
Til marks um þau ólíku verkefni sem K2 Loftstokkahreinsun sinnir bendir Magnús á að loftræstikerfi leynast víða. „Við erum að hreinsa loftræstikerfi út um allt land. Meðal annars má nefna skrifstofubyggingar sem eru flestar með flókin loftræstikerfi og margar skrifstofur sem eru ­komnar með kælirafta í loftin sem verður að passa vel upp á. Einnig má nefna einbýlis- og fjölbýlishús, verksmiðjur, veitingastaði og margt fleira. Og ekki má gleyma skipa­flotanum. Við hreinsum reglulega skip fyrir útgerðir landsins því þar skiptir ekki síður máli að loftræsting virki sem skyldi því ekki opna menn glugga um borð til að hleypa inn fersku lofti,” segir Magnús og hlær.

„Mikill misskilningur ríkti áður fyrr um að ekki þyrfti að þrífa loftræstikerfi heldur væri nóg að skipta bara um síur reglulega. Það hefur breyst mikið og í dag gera flestir sér grein fyrir því að það þarf að þrífa reglulega til að hreina loftið okkar skili sér hreint alla leið inn til okkar. Við eyðum stórum hluta tíma okkar innandyra og ef loftið sem blæs inn til okkar þarf að ferðast ­langar vegalengdir í gegnum óhreina loftstokka getur það haft slæm áhrif á líðan fólks,” bætir hann við.

Snyrtilegir og vandvirkir
„Eins og gefur að kynna fer mestöll starfsemi okkar fram á vinnustað eða ­heimili fólks og leggjum við gríðarlega áherslu á það í starfi okkar að vera snyrti­legir og vandvirkir í því sem við gerum. Það ­skiptir viðskipta­vininn miklu máli að ekki fylgi sóðaskapur eða annað ónæði því að láta hreinsa loftræstikerfi. Þeir hafa fyrir löngu lært að treysta því enda höfum við frá stofnun fyrir­tækisins árið 1999 haft það sem markmið að veita viðskiptavininum bestu mögulegu þjónustu sem í boði er. Við viljum helst að fólk sjái engin ummerki um komu okkar aðra en þá að loftræstingin sé að skila hreinu og fersku lofti á ný,” ­bendir hann á.

Að lokum bendir Magnús á að engin vandamál séu án lausnar og hafi fólk einhverjar spurningar varðandi hreinsun eða ástand loftræstikerfa sé hægt að nálgast allar upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins k2.is eða hringja í síma 55 77 000 þar sem Sigurður Jónsson þjónustufulltrúi aðstoðar fólk eftir fremstu getu. Sigurður er einn af stofnendum fyrirtækisins og býr hann að áralangri þekkingu þegar kemur að hreinsun og viðhaldi loftræstikerfa.

read more
drakkarÖll loftræstikerfi þarf að hreinsa reglulega

Lítið eftirlit með því hvort loftræstikerfin virka

Lítið eftirlit er með því hvort hita- og loftræstikerfi virka eða eðlilega sé staðið  að hönnun og uppsetningu þeirra.

Þetta kemur fram í úttekt Lagnafélags Íslands. Félagið skoðaði 35 byggingar  og fengu loftræstikerfin einkunn á bilinu 0 til 10. Meðaleinkunn kerfanna var 5.

Í meirihluta húsanna lágu ekki fyrir staðfestar teikningar af loftræstikerfunum  og lokaúttekt hafði aðeins verið gerð á 4 kerfum.

read more
drakkarLítið eftirlit með því hvort loftræstikerfin virka

Loftræstikerfi þurfa hreinsun og viðhald

ALDREI hefur fólk verið næmara gagnvart umhverfi sínu er einmitt nú, enda ótal margt í umhverfinu sem mengar. Öflug loftræstikerfi í byggingum eiga að tryggja betra loft. Gallinn er hins vegar sá að oft er viðhald þeirra vanrækt, þannig að þau ná ekki að gegna því mikilvæga hlutverki sem þeim er ætlað.

“MYGLA, myglusveppur, ýmiss konar bakteríur, plöntufrjó, húðflögur og frjóagnir eru meðal þess sem finna má í loftræstistokkum.

“Af þessu leiðir ýmiss konar óþægindi, ofnæmi, húsasótt og annars konar óþægindi, sérstaklega hjá okkur nútímamönnum sem erum mun veikari fyrir hvers konar áreiti af þessu tagi og hvers konar ofnæmi er mun algengara en áður var.”

Það skiptir verulega miklu máli að skipta um síur í öllum loftræstikerfum með reglubundnu millibili og stilla kerfið. ÞAÐ ER HINS VEGAR ALLS EKKI NÆGJANLEGT AÐ SKIPTA EINUNGIS UM SÍUR EF STOKKARNIR SJÁLFIR ERU EKKI HREINSAÐIR. Það skiptir samt ekki öllu máli hversu oft er skipt um síur, það fer alltaf einhver hluti af óþrifnaði og ofnæmisvöldum inn í stokkana, lifir þar góðu lífi og mengar loftið sem við öndum að okkur.

Vaxtaskilyrði fyrir óværu
Loftræstikerfi breyta hita- og rakastigi inni í loftræstistokkunum sem leiðir af sér “góð vaxtarskilyrði” fyrir hvers konar óhreinindi og óværu. Það er staðreynd að því meiri raki sem er í loftræstikerfum, þeim mun meira safnast saman af ýmiss konar óhreinindum inni í stokkunum. Í loftræstistokkum frá baðherbergjum, sundstöðum, íþróttahúsum og frá til dæmis tauþurrkurum er kjöraðstaða fyrir ofnæmisvalda og ýmiss konar aðra óværu sem getur valdið margs konar sjúkdómseinkennum. Loftið sem við öndum að okkur innanhúss er að öllu jöfnu 30-100% mengaðra en útiloftið.
Samkvæmt könnun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru meira en 30% skrifstofubygginga, verksmiðja og annarra opinberra bygginga með léleg eða ófullnægjandi og mengandi loftræstikerfi. Byggingar, þar sem loft er mengað, eru ógnun við heilsu þeirra sem þar starfa og dvelja. Í fjölmörgum tilfellum hefur þessi mengun verið orsök húsasóttar og ýmissa annarra kvilla svo sem höfuðverkja, svima, síþreytu, eymsla í hálsi, sviða í augum og mikilla ofnæmiseinkenna. Afleiðing þessa kostar þjóðfélagið verulegar upphæðir vegna fjarvista starfsmanna ásamt læknis- og lyfjakostnaði.
Af þessum sökum er þörf á að hreinsa loftræstikerfi með reglubundnu millibili og koma á þann hátt í veg fyrir að við öndum stöðugt að okkur óheilnæmu og mengandi lofti inni í þeim húsum sem við dveljum, hvort sem það er heima eða á vinnustað.

Dauðir fuglsungar
Það sem fundist hefur í loftræstikerfum bygginga er með ólíkindum, segir Jóhannes ennfremur. “Þannig hefur það komið fyrir að við höfum fundið starrahreiður og starra-unga, sem týnst hafa lengst inni í loftræstikerfum og hræin af þeim þá vafalaust verið búin að liggja þar lengi.”
Á veitingastöðum gerist það ekki ósjaldan, að komið er margra sentimetra þykkt lag af matarolíu og feiti á veggina í loftræstikerfum. Það er ekki bara óþrifnaður sem stafar af þessu heldur líka eldhætta, því að eldvarnalokur virka ekki þegar þær sitja fastar í fitunni sem er í stokkunum.
“Ég tel, að lagaákvæðum um hreinsun loftræstikerfa sé mjög ábótavant,Þau þurfa úrbóta við og það snarlega.”

Heimild: Fasteignablaðið 8. apríl 1997.

read more
drakkarLoftræstikerfi þurfa hreinsun og viðhald

Er markviss bakteríudreifing í gangi?

Súrefni er manninum nauðsynlegt og góð loftræsting er því guðsblessun. En eins hagnýtt og loftræstikerfi getur verið á vinnustað, heima eða annars staðar í híbýlum fólks getur það hæglega breyst í andstæðu sína ef ekki er hugað að reglulegu eftirliti og þrifum á kerfinu.
Gott og vel hirt loftræstikerfi getur gert líf okkar betra á margan hátt en þar sem rangt er að farið getur kerfið verið gróðrarstía fyrir bakteríur, útbreiðslustöð sjúkdóma og valdur að ofnæmi eða öðrum kvillum.
Að mörgu er að hyggja varðandi viðhald og hreinsun loftræstikerfa og margt þarf að varast. Hætturnar eru oft ósýnilegar í okkar daglegu störfum en þegar betur er að gáð – ef við kíkjum í stokkana – þá getur komið í ljós hvers kyns er!

Hér hefur verið safnað saman fróðleik og greinum um loftræstikerfi, þrif þeirra og umhirðu, og þær hættur sem geta stafað af rangri eða ónógri umönnun eða eftirliti með slíkum kerfum. Við köllum síðuna með þessu greinasafni SJÚKLEGU SÍÐUNA því bágborið og vanrækt loftræstikerfi býður ýmsum hættum heim – ekki síst bakteríum sem geta valdið ýmsum kvillum og jafnvel alvarlegum sjúkdómum.
Kynntu þér málið.

Raki jafnhættulegur og óbeinar reykingar
Ung börn þjást jafnmikið af slæmu lofti innanhúss og af óbeinum reykingum. Er þetta niðurstaða rannsóknar sem gerð hefur verið í Noregi.

Meiri mengun inni en úti
Jan Wilhelm Bakke, sem er sérfræðingur í þeim vísindum sem lúta að innilofti, áætlar að kostnaður norsks samfélags af slæmu lofti í íbúðum sé um 40 milljarðar íslenskra króna árlega. Hann segir að æ fleiri þoli hvorki við á vinnustaðnum né heima hjá sér enda sé það staðreynd að mengun sé oft miklu meiri innanhúss en utan.

Heimild: Mbl., erlendar fréttir 17. október 2003.

read more
drakkarEr markviss bakteríudreifing í gangi?

LOFTRÆSTIKERFI þarf að hreinsa!

Með tíð og tíma safnast ryk og óhreinindi í loftræstikerfi með þeim afleiðingum að þau sinna ekki hlutverki sínu vegna óhreininda. Afkastagetan minnkar, hitunarkostnaður hækkar og starfsmenn geta orðið fyrir alls konar óþægindum, allt frá hnerra, hósta og svima til þyngsla fyrir brjósti eða í höfði.

Gott fyrir íbúðahúsnæði
Húseigendur þurfa einnig að huga að loftrásum úr íbúðum sínum. Ótrúlega víða eru íbúðir illa búnar hvað loftskipti varðar. Þetta er þó mál sem snertir heilsu allra sem dveljast í húsnæðinu og auk þess hefur gott loft áhrif á innviði íbúða og búnað þar. Þetta er einkum nauðsynlegt í gömlum húsum af því að það var upp og ofan hvort höfð var loftræsting út um veggi íbúða fyrir nokkrum árum en hefur orðið algengara hin síðari ár.

Ryk á vinnustað
Misjafnt er það hve störf okkar gefa mikið ryk frá sér út í loftið og með aukinni þekkingu okkar á ýmsum efnum verður hægt að gera ráðstafanir til þess að fyrirbyggja áhrif óhollustu á vinnustöðum.
Ég vík máli mínu sérstaklega að skólum af því að ég veit að þar er þvílíkur fjöldi fólks.Í vor las ég um það í norskum blöðum að kennari í list- og verkgreinum lagði niður störf til þess eins að fá úrbót á fyrirkomulagi loftræstingar í sambandi við smíðakennslu á sínum vinnustað. Þarna hagaði þannig til að ryk frá vélum smíðastofu gat komist í lofthreinsileiðslur skólans. Kennarinn var búinn að vinna alllengi að því að fá úrbætur á þessu en árangurinn lét á sér standa og var raunar aðeins svikin loforð síðast er ég frétti af málinu.
Það er rétt að benda íslensku skólafólki á að líta eftir hvort loftræsting er í lagi í þeirra skóla. Það gefur auga leið hve mikil þörf er á stöðugri athugun í skólahúsnæði þar sem margir einstaklingar safnast saman til starfa og dvalar.
Sjálfsagt höfum við flest veitt því athygli hve börnin verða oft kvefsækin á haustin þegar skólar hefja starf sitt, þá breiðast að minnsta kosti sumir sjúkdómar hratt út.
Eitt af því sem ekki má eiga sér stað er að loftleiðslur um húsnæði flytji beinlínis óhollt loft á milli herbergja. Mér þykir það mikill kostur á húsnæði ef hægt er að opna glugga út, helst á tveimur hliðum skólastofunnar.

Hreinsun loftrása
Það er mörgum ljóst að í sumum byggingum koma upp sjúkdómar sem virðast bókstaflega eiga rætur sínar í loftrásunum. Þannig hafa komið fréttir um ákveðnar tegundir sjúkdóma sem eru viðloðandi á sumum sjúkrahúsum. Nú er þó sú bót í máli að hægt er að fá loftrásir hreinsaðar þegar þörf gefur tilefni til. Til eru þónokkur fyrirtæki sem taka að sér að hreinsa loftrásir og eiga allgóð tæki til þeirra hluta. Fyrirtækin geta tekið myndir inni í loftrásunum með sérstökum tækjum sem geta farið um loftrörin.
Þeir sem vilja leiða hugann að loftrásum í húsum og lofthitun hljóta að gera sér grein fyrir því að í þeim hljóti að myndast bakteríugróður og safnast sennilega jafnvel flekkir á stöku stað í rörunum. Það gefur augaleið að sótthreinsun þarf að fara fram með ákveðnu millibili.

Heimild: Mbl. fasteignablað 11. júlí 2000.

read more
drakkarLOFTRÆSTIKERFI þarf að hreinsa!

Húsasótt, ofnæmi og astmi

Umræðan um sjúkar byggingar hefur aukist mikið síðustu ár og enn er margt á huldu um orsakirnar. Hugtakið nær til húsa þar sem fólk kvartar mikið um vanlíðan. Þá er venjulega ekki um að ræða vanlíðan sem laga má með einfaldri stillingu á loftskiptum, hita eða raka. Vandinn getur legið í loftræstikerfinu, hugsanlega vegna einhvers konar vanrækslu en jafnlíklegt er þó að vandinn eigi sér dýpri rætur. Einkenni geta falist í viðvarandi óþægindum í augum, þurrum hálsi, kláða í andlitinu, þreytu og höfuðverk. Forráðamenn á stöðum þar sem grunur leikur á að um húsasótt sé að ræða ættu að leita til heilbrigðisyfirvalda eða beint til sérfræðinga.
Ofnæmi og annað óþol getur komið fram á svipaðan hátt og húsasóttareinkenni og loftgæði skipta miklu fyrir líðan astmasjúklinga

Fólk er misjafnlega viðkvæmt. Aldur hefur mikið að segja og börn þola slæmt loft verr en fullorðið, frískt fólk, m.a. vegna athafnasemi og óþroskaðra lungna. Forráðamenn stofnana sem hýsa börn daglangt ættu því að vera á varðbergi. Einkenni lýsa sér oft í óþægindum í öndunarfærum eða augum, höfuðverk og kláða í húð. Áhrifavaldar geta verið margs konar: Lífrænir þættir, t.d. rykmaurar, frjókorn, eða mygla. Sé óþægindavaldsins að leita í húsnæðinu verður vart við einkenni eftir stutta viðveru, einkenni aukast með lengri dvöl og hverfa svo gjarnan þegar vistaveran er yfirgefin.

Úrlausnir

Ekki er hægt að benda á algildar reglur fyrir þá sem hafa áhyggjur af gæðum innilofts. Fyrsta skref er þó að stilla loftblástur (opna glugga) og stilla hitastig. Afar mikilvægt er að leita aðstoðar og leiðbeiningar sérfróðra manna. … Það er /þó/ til lítils að þrífa loft og veggi ef loftræstikerfið er fullt af óhreinindum sem blæs yfir nemendur…

Heimild: Tímaritið Uppeldi 1998 (Gáfur og gott loft, grein eftir Hauk Haraldsson).

read more
drakkarHúsasótt, ofnæmi og astmi