Blog

Latest News and Updates

Geislavirkt Svifryk

Svifrykið var geislavirkt. Mynd / GVA

Geislavirk efni mældust í svifryki á Höfuðborgarsvæðinu nýlega. Það voru mælitæki í loftsíum við eftirlitsstöðina við Veðurstofu Íslands sem mældu geislvirknina, þrjá daga í röð.

Geislvirka efnið sem um ræðir Cs-137 en það hefur áður fundist í jarðvegi á hálendinu.

Það má rekja til tilraunasprenginga kjarnorkuveldanna í andrúmslofti í kringum 1960 með þeim afleiðingum að geislavirk efni dreifðust til jarðar, sérstaklega á norðurhveli.

Um smávægilegt magn er að ræða en það er þó mælanlegt með hinum öfluga tækjabúnaði sem Geislavarnir Ríkisins starfrækja.

drakkarGeislavirkt Svifryk
Share this post

Join the conversation