Blog

Latest News and Updates

Húsasótt, ofnæmi og astmi

Umræðan um sjúkar byggingar hefur aukist mikið síðustu ár og enn er margt á huldu um orsakirnar. Hugtakið nær til húsa þar sem fólk kvartar mikið um vanlíðan. Þá er venjulega ekki um að ræða vanlíðan sem laga má með einfaldri stillingu á loftskiptum, hita eða raka. Vandinn getur legið í loftræstikerfinu, hugsanlega vegna einhvers konar vanrækslu en jafnlíklegt er þó að vandinn eigi sér dýpri rætur. Einkenni geta falist í viðvarandi óþægindum í augum, þurrum hálsi, kláða í andlitinu, þreytu og höfuðverk. Forráðamenn á stöðum þar sem grunur leikur á að um húsasótt sé að ræða ættu að leita til heilbrigðisyfirvalda eða beint til sérfræðinga.
Ofnæmi og annað óþol getur komið fram á svipaðan hátt og húsasóttareinkenni og loftgæði skipta miklu fyrir líðan astmasjúklinga

Fólk er misjafnlega viðkvæmt. Aldur hefur mikið að segja og börn þola slæmt loft verr en fullorðið, frískt fólk, m.a. vegna athafnasemi og óþroskaðra lungna. Forráðamenn stofnana sem hýsa börn daglangt ættu því að vera á varðbergi. Einkenni lýsa sér oft í óþægindum í öndunarfærum eða augum, höfuðverk og kláða í húð. Áhrifavaldar geta verið margs konar: Lífrænir þættir, t.d. rykmaurar, frjókorn, eða mygla. Sé óþægindavaldsins að leita í húsnæðinu verður vart við einkenni eftir stutta viðveru, einkenni aukast með lengri dvöl og hverfa svo gjarnan þegar vistaveran er yfirgefin.

Úrlausnir

Ekki er hægt að benda á algildar reglur fyrir þá sem hafa áhyggjur af gæðum innilofts. Fyrsta skref er þó að stilla loftblástur (opna glugga) og stilla hitastig. Afar mikilvægt er að leita aðstoðar og leiðbeiningar sérfróðra manna. … Það er /þó/ til lítils að þrífa loft og veggi ef loftræstikerfið er fullt af óhreinindum sem blæs yfir nemendur…

Heimild: Tímaritið Uppeldi 1998 (Gáfur og gott loft, grein eftir Hauk Haraldsson).

drakkarHúsasótt, ofnæmi og astmi
Share this post

Join the conversation