Blog

Latest News and Updates

Loftræstikerfi þurfa hreinsun og viðhald

ALDREI hefur fólk verið næmara gagnvart umhverfi sínu er einmitt nú, enda ótal margt í umhverfinu sem mengar. Öflug loftræstikerfi í byggingum eiga að tryggja betra loft. Gallinn er hins vegar sá að oft er viðhald þeirra vanrækt, þannig að þau ná ekki að gegna því mikilvæga hlutverki sem þeim er ætlað.

“MYGLA, myglusveppur, ýmiss konar bakteríur, plöntufrjó, húðflögur og frjóagnir eru meðal þess sem finna má í loftræstistokkum.

“Af þessu leiðir ýmiss konar óþægindi, ofnæmi, húsasótt og annars konar óþægindi, sérstaklega hjá okkur nútímamönnum sem erum mun veikari fyrir hvers konar áreiti af þessu tagi og hvers konar ofnæmi er mun algengara en áður var.”

Það skiptir verulega miklu máli að skipta um síur í öllum loftræstikerfum með reglubundnu millibili og stilla kerfið. ÞAÐ ER HINS VEGAR ALLS EKKI NÆGJANLEGT AÐ SKIPTA EINUNGIS UM SÍUR EF STOKKARNIR SJÁLFIR ERU EKKI HREINSAÐIR. Það skiptir samt ekki öllu máli hversu oft er skipt um síur, það fer alltaf einhver hluti af óþrifnaði og ofnæmisvöldum inn í stokkana, lifir þar góðu lífi og mengar loftið sem við öndum að okkur.

Vaxtaskilyrði fyrir óværu
Loftræstikerfi breyta hita- og rakastigi inni í loftræstistokkunum sem leiðir af sér “góð vaxtarskilyrði” fyrir hvers konar óhreinindi og óværu. Það er staðreynd að því meiri raki sem er í loftræstikerfum, þeim mun meira safnast saman af ýmiss konar óhreinindum inni í stokkunum. Í loftræstistokkum frá baðherbergjum, sundstöðum, íþróttahúsum og frá til dæmis tauþurrkurum er kjöraðstaða fyrir ofnæmisvalda og ýmiss konar aðra óværu sem getur valdið margs konar sjúkdómseinkennum. Loftið sem við öndum að okkur innanhúss er að öllu jöfnu 30-100% mengaðra en útiloftið.
Samkvæmt könnun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru meira en 30% skrifstofubygginga, verksmiðja og annarra opinberra bygginga með léleg eða ófullnægjandi og mengandi loftræstikerfi. Byggingar, þar sem loft er mengað, eru ógnun við heilsu þeirra sem þar starfa og dvelja. Í fjölmörgum tilfellum hefur þessi mengun verið orsök húsasóttar og ýmissa annarra kvilla svo sem höfuðverkja, svima, síþreytu, eymsla í hálsi, sviða í augum og mikilla ofnæmiseinkenna. Afleiðing þessa kostar þjóðfélagið verulegar upphæðir vegna fjarvista starfsmanna ásamt læknis- og lyfjakostnaði.
Af þessum sökum er þörf á að hreinsa loftræstikerfi með reglubundnu millibili og koma á þann hátt í veg fyrir að við öndum stöðugt að okkur óheilnæmu og mengandi lofti inni í þeim húsum sem við dveljum, hvort sem það er heima eða á vinnustað.

Dauðir fuglsungar
Það sem fundist hefur í loftræstikerfum bygginga er með ólíkindum, segir Jóhannes ennfremur. “Þannig hefur það komið fyrir að við höfum fundið starrahreiður og starra-unga, sem týnst hafa lengst inni í loftræstikerfum og hræin af þeim þá vafalaust verið búin að liggja þar lengi.”
Á veitingastöðum gerist það ekki ósjaldan, að komið er margra sentimetra þykkt lag af matarolíu og feiti á veggina í loftræstikerfum. Það er ekki bara óþrifnaður sem stafar af þessu heldur líka eldhætta, því að eldvarnalokur virka ekki þegar þær sitja fastar í fitunni sem er í stokkunum.
“Ég tel, að lagaákvæðum um hreinsun loftræstikerfa sé mjög ábótavant,Þau þurfa úrbóta við og það snarlega.”

Heimild: Fasteignablaðið 8. apríl 1997.

drakkarLoftræstikerfi þurfa hreinsun og viðhald
Share this post

Join the conversation